lau 23. ágúst 2014 13:11
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Leiknis og ÍA: Sindri Björns aftur inn
watermark Sindri Björnsson, leikmaður Leiknis.
Sindri Björnsson, leikmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Hjörtur Hjartarson er á bekknum.
Hjörtur Hjartarson er á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er alvöru toppslagur í 1. deildinni þegar Leiknir mætir ÍA í Breiðholtinu klukkan 14. Ef Leiknir vinnur og önnur úrslit falla með Breiðhyltingum eiga þeir möguleika á því að fara upp í dag. Það verður þó að teljast mjög ólíklegt því þeir þurfa þá að treysta á að Tindastóll taki stig af Víkingi Ólafsvík í leik sem hefst klukkan 16.

Leikurinn verður sýndur beint á SportTv.is en með því að smella hérna geturðu farið í útsendinguna.

Skagamenn eru í öðru sæti en fimm stig eru niður til HK og Víkings Ólafsvík sem er í þriðja og fjórða sætinu. HK-ingar og Ólafsvíkingar vonast til þess að Leiknir vinni í dag svo baráttan um annað sætið opnist upp á gátt.

Sindri Björnsson, markahæsti leikmaður Leiknis, kemur aftur inn í byrjunarliðið en hann var á bekknum þegar liðið gerði jafntefli við Selfoss í síðustu umferð. Garðar Gunnlaugsson er í fremstu víglínu hjá ÍA en Hjörtur Hjartarson er geymdur á bekknum.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Leiknis:
22. Eyjólfur Tómasson (m)
3. Brandon Scott
4. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Edvard Börkur Óttharsson
8. Sindri Björnsson
9. Matthew Horth
10. Fannar Þór Arnarsson
11. Brynjar Hlöðversson
20. Óttar Bjarni Guðmundsson
21. Hilmar Árni Halldórsson
24. Vigfús Arnar Jósepsson

Byrjunarlið ÍA:
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
5. Ármann Smári Björnsson
6. Ingimar Elí Hlynsson
8. Hallur Flosason
9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson
10. Jón Vilhelm Ákason
11. Arnar Már Guðjónsson
15. Teitur Pétursson
19. Eggert Kári Karlsson
27. Darren Lough
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner