Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. ágúst 2014 14:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Engin klásúla upp á góða hegðun í samningi Balotelli hjá Liverpool
Mario Balotelli og Mahmadou Sakho verða liðsfélagar á komandi dögum.
Mario Balotelli og Mahmadou Sakho verða liðsfélagar á komandi dögum.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli verður staðfestur sem leikmaður Liverpool á mánudaginn eða þriðjudaginn en mun ekki hafa klásúlu í samningi sínum sem segir að hann verði að haga sér vel samkvæmt umboðsmanni leikmannsins.

Balotelli eyddi gærdeginum á Melwood, æfingarsvæði Liverpool til að gangast undir læknisskoðun og ræða persónuleg kjör en Liverpool hefur samþykkt að borga 16 milljón pund fyrir Balotelli.

Orðrómar voru á kreiki að klásúla yrði í samningnum upp á að Balotelli yrði að haga sér vel en umboðsmaðurinn hans segir svo ekki vera.

,,Við klárum samninginn hjá Balotelli á mánudaginn eða þriðjudaginn. Það eru ennþá nokkrir hlutir sem þarf að laga."

,,Samningamál hafa gengið vel. Liverpool er eini klúbburinn á Englandi sem við höfum rætt við."

,,Það er engin klásúla upp á góða hegðun hins vegar," sagði Mino Raiola, umboðsmaður Balotelli.
Athugasemdir
banner
banner