Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. ágúst 2014 10:00
Grímur Már Þórólfsson
Fer Eto'o til Liverpool eftir allt? - Arsenal að fá varnarmann
Powerade
Eto´o er áfram orðaður við Liverpool
Eto´o er áfram orðaður við Liverpool
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá samantekt á slúðri dagsins en BBC tók saman.



Liverpool er í viðræðum við Samuel Eto'o til vonar og vara ef kaup þeirra á Mario Balotelli ganga ekki upp (Daily Mail).

Eto´o hefur farið í læknisskoðun hjá Liverpool og mun gera eins árs samning (Daily Mirror).

Wolfsburg hefur áhuga á að fá Lukas Podolski framherja Arsenal til liðs við sig en leikmaðurinn er talinn vera á förum frá Arsenal (Metro).

Arsenal eru að nálgast varnarmann Olympiakos, Kostas Manolas en hann á að leysa Vermaelen af hólmi (Goal.com).

Mark Hughes hefur sagt að Asmir Begovic markvörður Stoke sé ekki á förum þrátt fyrir áhuga frá Liverpool, Manchester City, Arsenal og Real Madrid (Daily Mirror).

AC Milan vill fá Marco van Ginkel lánaðan út tímabilið frá Chelsea en leikmaðurinn vill fá að spila meira (Inside Futbol).

Tottenham virðist hafa misst af Memphis Depay en leikmaðurinn var að skrifa undir nýjan fimm ára samning við PSV Eindhoven (Metro).

Gus Poyet þjálfari Sunderland hefur viðurkennt að hann sé að missa þolinmæðina á að bíða eftir Fabio Borini framherja Liverpool en félögin hafa þegar komist að samkomulagi en erfiðlega gengur að semja við leikmanninn sjálfan (Daily Express).

Miguel Herrera þjálfari Mexíkó hefur ákveðið að velja Javier Hernandez ekki í hóp Mexíkóa sem spilar vinaleiki á næstunni svo að leikmaðurinn geti ákveðið framtíð sína (Sky Sports).

Roy Hodgson telur að England geti unnið Evrópukeppnina árið 2016 í Frakklandi þrátt fyrir að komast ekki upp úr riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í sumar (Daily Telegraph).

Harry Redknapp þjálfari QPR segist ekki enn vita afhverju hann var rekinn frá Tottenham en ber þó ekki til félagsins en QPR mætir Tottenham um helgina (Daily Mirror).

Barcelona hefur gert tilboð upp á 48 milljónir evra í Angel Di Maria leikmann Real Madrid en því var hafnað samstundis af Florentino Perez forseta Real Madrid (sport.es)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner