Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. ágúst 2014 12:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pellegrini: Liverpool brotnuðu og réðu ekki við pressuna
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, þjálfari Manchester City segir að Liverpool brotnuðu og réðu ekki við pressuna sem fylgdi því að berjast um titilinn á síðustu leiktíð.

Liðin mættust einmitt á apríl, á Anfield, þar hafði Liverpool betur og skildu því sjö stig liðin af en City átti tvo leiki inni.

En Liverpool vann aðeins tvo leiki af síðustu fjórum þar sem þeir töpuðu gegn Chelsea og gerðu jafntefli gegn Crystal Palace.

,,Það kom mér ekki á óvart að Liverpool vann ekki titilinn. Ég var sannfærður þegar ég sagði að þetta væri ekki búið því þeir verða að spila fjóra leiki og pressan er meiri með hverjum leiknum."

,,Við vildum ekki hugsa of mikið um Liverpool, heldur hugsa um hvað við þurftum að gera. Við þurftum að vinna fimm síðustu leiki okkar og við gerðum það."

,,Þegar þú ert að klára leiktíð þá er pressan meiri og meiri, ekki bara hjá Liverpool en öllum liðum. Liverpool réð hins vegar ekki við hana," sagði Pellegrini að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner