Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. ágúst 2014 17:30
Grímur Már Þórólfsson
Simeone í fjögurra leikja bann?
Diego Simeone er á leið í bann
Diego Simeone er á leið í bann
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gæti fengið fjögurra leikja bann fyrir athæfi sitt í leik Atletico Madrid og Real Madrid í spænska Ofurbikarnum.

Simeone var rekinn útaf í fyrri hálfleik fyrir að slá aðstoðardómara aftan í hnakkann. Leikurinn endaði þó með 1-0 sigri Atletico Madrid en sigurmarkið skoraði Mario Mandzukic.

Fjölmiðillinn Marca á Spáni greinir nú frá því að að knattspurnusambandið á Spáni gæti gefið Simeone harða refsingu fyrir þetta athæfi og gefið honum fjögurra leikja bann.

Fjögurra leikja bann á Spáni þýðir að hann er í banni í öllum keppnum og verður líklegast í banni gegn Rayo Vallecano í deildinni á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner