Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. ágúst 2014 19:00
Grímur Már Þórólfsson
Þýskaland: Dortmund með tap í fyrsta leik
Stefan Kiessling að skora annað mark Leverkusen í dag
Stefan Kiessling að skora annað mark Leverkusen í dag
Mynd: Getty Images
Dortmund 0-2 Leverkusen
0-1 Bellarabi (´1)
0-2 Kiessling (´95)

Síðasti leikur dagsins í Þýsku úrvalsdeildinni að var að ljúka. Um var að ræða stórleik millli Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen.

Í lið Dortmund vantaði enn sem fyrr marga sterka leikmenn. Langerak var áfram í markinu á kostnað Weidenfeller. Þá vantaði leikmenn eins og Hummels, Schmelzer og Nuri Sahin svo eitthvað sé nefnt. Þá voru leikmenn á borð við Nevan Subotic og Sven Bender á bekknum.

Það voru gestirnir sem voru ekki lengi að skora mark en Karim Bellarabi kom þeim yfir eftir einungis 9 sekúndna leik en þetta er fljótasta mark í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Mikið jafnræði var svo með liðunum en Dortmund voru meira með boltann. Þeir náðu þó ekki að skapa sér nein alvöru færi og tókst því ekki að skora mark. Þegar fimm mínútur voru svo komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Stefan Kiessling marki við fyrir Leverkusen og tryggði þeim 2-0 útisigur.

Hreint út sagt ekki góð byrjun hjá Dortmund sem höfðu þó unnið Bayern Munchen 3-0 í þýska Ofurbikarnum síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner