Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 23. ágúst 2016 12:45
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Horfðu í beinni: Heimir opinberar landsliðshópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hefja nýja undankeppni þann 5. september þegar leikið verður gegn Úkraínu í Kænugarði.

Um er að ræða undankeppni fyrir HM í Rússlandi 2018.

Auk Íslands og Úkraínu eru Finnland, Kosóvó, Króatía og Tyrkland í riðlinum.

Klukkan 13:15 hefst fréttamannafundur í Laugardalnum þar sem Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari opinberar hópinn sem leikur í Úkraínu. Hópurinn mun undirbúa sig fyrir leikinn í æfingabúðum í Þýskalandi.

Fótbolti.net sýnir fundinn í beinni gegnum Facebook auk þess sem það er lýsing á Twitter sem sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner