Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. ágúst 2016 13:26
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardaldsvelli
Heimir: Strákarnir með metnað til að skrá sig í sögubækurnar
Heimir Hallgrímsson brosir breitt.
Heimir Hallgrímsson brosir breitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson opinberar sinn fyrsta landsliðshóp núna á eftir. Hann spjallaði við fjölmiðlamenn áður en hann opinberaði hópinn.

Þar fór hann aðeins yfir riðilinn í undankeppni HM. Hann sagði það gríðarlega mikilvægt að byrja riðilinn vel.

„Við unnum Noreg í fyrsta leik í undankeppni HM og við unnum Tyrkland í undankeppni EM, svo byrjunin er gríðarlega mikilvæg."

Hann segir markmiðið afar einfalt. Liðið ætlar sér á HM.

„Markmiðið okkar er að komast í lokakeppni HM og vera fyrst íslenskra liða til að komast á lokakeppni HM. Strákarnir eru með gríðarlegan metnað til að vera sá hópur sem skráir sig í sögubækur."

„Í Frakklandi sáum við hvað virkar á æfingum og hvað virkar í leikjum. Strákarnir vita hvernig við vinnum fótboltaleiki," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner