þri 23. ágúst 2016 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Bild: Man Utd selur Schweinsteiger á gjafaverði
Mynd: Getty Images
Þýski fjölmiðillinn Bild greinir frá því að Manchester United sé reiðubúið að leyfa Bastian Schweinsteiger að yfirgefa félagið fyrir tvær milljónir punda.

Jose Mourinho, nýr stjóri Man Utd, þótti sig ekki hafa not fyrir Schweinsteiger og hefur miðjumaðurinn, sem er ríkjandi Heimsmeistari með Þýskalandi, verið að æfa með unglingaliðinu það sem af er tímabils.

Ákvörðun Mourinho og Rauðu djöflanna, að útiloka Schweinsteiger frá leikmannahópnum, hefur verið gagnrýnd harkalega en nú virðast Djöflarnir vera að reyna að bæta upp fyrir það.

Þessi nýjustu tíðindi ættu að gleðja Schweinsteiger mikið, ef sönn, enda eru tvær milljónir punda afar lítill peningur í brjálaða knattspyrnuheimi nútímans.

Schweinsteiger á tvö ár eftir af samningi sínum við Man Utd og er Juventus talið meðal áhugasamra félaga.
Athugasemdir
banner
banner
banner