Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 23. ágúst 2016 23:03
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn KF stýra félaginu út tímabilið (Staðfest)
Halldór Ingvar Guðmundsson, 24 ára markvörður KF, þjálfar nú félagið ásamt því að spila fyrir það.
Halldór Ingvar Guðmundsson, 24 ára markvörður KF, þjálfar nú félagið ásamt því að spila fyrir það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KF er svo gott sem fallið úr 2. deild eftir að þriðja tap liðsins í röð leit dagsins ljós á laugardaginn.

Fimm leikir eru eftir af tímabilinu og er KF á botni deildarinnar, átta stigum á eftir Ægi og ellefu stigum á eftir KV.

Jón Stefán Jónsson er ekki lengur þjálfari KF en tveir leikmenn liðsins taka við og verða spilandi þjálfarar út tímabilið.

Það eru þeir Halldór Ingvar Guðmundsson og Þórður Birgisson sem hafa báðir verið að spila með félaginu á tímabilinu.

„Við starfinu taka þeir Halldór Ingvar Guðmundsson og Þórður Birgisson sem munu klára tímabilið með liðið. Félagið býður þá félaga velkomna til starfa," stendur á vefsíðu KF.

„Um leið viljum við þakka Jóni Stefáni Jónssyni fyrir sitt framlag og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner