þri 23. ágúst 2016 15:32
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig í Fulham
Ragnar á Craven Cottage, heimavelli Fulham.
Ragnar á Craven Cottage, heimavelli Fulham.
Mynd: Aðsend
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður rússneska félagsins Krasnodar, er að ganga í raðir Fulham.

Enska félagið hefur ekki staðfest félagaskiptin ennþá en Ragnar er í London þar sem hann mun skrifa undir samning við Fulham.

Ragnar sló í gegn á EM í Frakklandi í sumar og var í kjölfarið eftirsóttur af mörgum félögum.

Ragnar var meðal annars orðaður við félög á Englandi en Fulham er nú að tryggja sér þjónustu hans.

Fulham leikur í ensku Championship deildinni en liðið er með átta stig eftir fjórar umferðir þar.

Ragnar er þrítugur en hann hefur leikið með Krasnodar síðan 2014. Þar áður lék hann með IFK Gautaborg í Svíþjóð og FC Kaupmannahöfn í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner