Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. ágúst 2016 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Raggi Sig: Mikill léttir að ljúka þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson er genginn til liðs við Fulham í ensku Championship deildinni.

Fulham er með 8 stig eftir 4 umferðir og er markmið félagsins að komast upp í úrvalsdeildina, deildina sem Ragga hefur dreymt um að spila í frá æsku.

„Það er mikill léttir fyrir mig að ljúka þessu og gleður mig mikið," sagði Raggi í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Fulham.

„Ég sá Fulham oft spila í sjónvarpinu þegar félagið var í úrvalsdeildinni," svaraði Raggi þegar hann var spurður út í hvers vegna hann valdi Fulham. „Þetta er gott félag og staðsett í London, þetta lítur allt mjög vel út.

„Stemningin virðist vera góð og ég hlakka mikið til að spila í enska boltanum. Ég hef alltaf sagst vilja spila á Englandi og held að þetta sé fullkominn staður fyrir mig til að sýna hæfileikana."

Raggi spjallaði um Evrópumótið í sumar og sagði leikinn gegn Englandi hafa verið hápunkt ferilsins, þar sem hann skoraði jöfnunarmark í frægum 2-1 sigri. Viðtalið í heild er á vefsíðu Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner