Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. ágúst 2016 16:36
Magnús Már Einarsson
Ragnar Sigurðsson til Fulham (Staðfest)
Mynd: Aðsend
Fulham hefur staðfest kaupin á varnarmanninum Ragnari Sigurðssyni en hann kemur til félagsins frá Krasnodar í Rússlandi. Kaupverðið verður ekki gefið upp.

Ragnar gerir tveggja ára samning en Fulham á möguleika á að framlengja þann samning um eitt ár til viðbótar.

Ragnar sló í gegn á EM í Frakklandi í sumar og var í kjölfarið eftirsóttur af mörgum félögum.

Ragnar var meðal annars orðaður við félög á Englandi en Fulham er nú að tryggja sér þjónustu hans.

Fulham leikur í ensku Championship deildinni en liðið er í 5. sæti með átta stig eftir fjórar umferðir þar.

Ragnar er þrítugur en hann hefur leikið með Krasnodar síðan 2014. Þar áður lék hann með IFK Gautaborg í Svíþjóð og FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem Fulham býður Ragnar velkominn.



Athugasemdir
banner
banner
banner