Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. ágúst 2017 19:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: Selfoss ætlar upp
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Keflavík 0 - 1 Selfoss
0-1 Magdalena Anna Reimus ('69, víti)

Selfoss ætlar sér beint upp í Pepsi-deild kvenna eftir að hafa fallið úr deildinni á síðasta tímabili.

Í kvöld mætti Selfoss liði Keflavíkur og þar dugði eitt mark fyrir Selfyssinga til að vinna leikinn.

Sigurmarkið gerði Magdalena Anna Reimus úr vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.

Selfyssingar eru á toppi 1. deildar kvenna, en þær eiga tvo leiki eftir. Þær eru með 35 stig, en Þróttur R. og HK/Víkingur eru í öðru og þriðja sæti. Lokaleikirnir verða spennandi.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner