Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. ágúst 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla í mál við Shanghai - Ekki búið að borga fyrir Tevez
Mynd: Getty Images
Argentíska félagið Boca Juniors íhugar nú að lögsækja kínverska liðið Shanghai Shenhua. Þeir eiga eftir að fá borgað fyrir Carlos Tevez.

Tevez fór til Shanghai fyrir 10 milljónir punda í desember.

Boca segir að Shanghai eigi enn eftir að greiða hluta af upphæðinni, tæpar 3 milljónir punda, fyrir söluna á Tevez.

„Við höfum nokkrum sinnum reynt að hafa samband við félagið, en við höfum ekkert svar fengið," sagði forseti Boca, Daniel Angelici, um málið. Hann er ósáttur og ætlar með málið fyrir dómstóla ef ekkert heyrist frá kínverska félaginu á næstu dögum.

Dvöl Tevez í Kína hefur ekki farið eins og hann hafði vonast eftir. Hann hefur lent í ýmsum vandræðum og er sagður vilja fara frá félaginu. Hann er núna í heimalandi sínu, Argentínu., í meðhöndlun vegna kálfameiðsla sem hafa verið að stríða honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner