mið 23. ágúst 2017 14:57
Elvar Geir Magnússon
Berbatov til Indlands (Staðfest)
Berbatov er þekktur fyrir silkimjúka boltameðferð.
Berbatov er þekktur fyrir silkimjúka boltameðferð.
Mynd: Getty Images
Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov er genginn í raðir Kerala Blasters sem spilar í indversku deildinni. Liðið hafnaði í öðru sæti á síðasta tímabili.

Berbatov er 36 ára en hann hefur skrifað undir eins árs samning við Blasters. Hjá félaginu hittir hann fyrrum liðsfélaga sinn hjá Manchester United, Wes Brown.

Þjálfari liðsins er Rene Meulensteen sem var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson á Old Trafford 2007-2013.

Berbatov er markahæsti leikmaður í sögu Búlgaríu en hann fór í ensku úrvalsdeildina 2006 þegar hann gekk í raðir Tottenham frá Bayer Leverkusen. Hjá Spurs vann hann deildabikarinn 2008.

United keypti hann á 30,75 milljónir punda en hann vann enska meistaratitilinn tvívegis með félaginu, annað árið sem markakóngur deildarinnar. Þá vann hann einnig deildabikarinn.

Eftir veruna hjá United fór Berbatov til Fulham, Mónakó og svo PAOK Saloniki.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner