mið 23. ágúst 2017 09:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Bilic óánægður með Arnautovic eftir rauða spjaldið
Slaven Bilic var ekki ánægður með Arnautovic
Slaven Bilic var ekki ánægður með Arnautovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, er gríðarlega ósáttur með Marko Arnautovic eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik West Ham gegn Southampton um helgina.

Arnautovic baðst afsökunar eftir leikinn um helgina en hann gaf Jack Stephens, varnarmanni Southampton, vænt olnbogaskot og fékk verðskuldað reisupassann.

Bilic var ekki sáttur með Austuríkismanninn lét sekta kappann um 160 þúsund pund fyrir athæfið. Króatinn var brjálaður yfir heimsku Arnautovic og það gjörsamlega sauð á honum.

„Hann hefur beðið alla afsökunar, þrisvar eða fjórum sinnum, á Instagram, í rútunni og í búningsklefanum. Það er flott, en þú getur ekki gert þetta. Þú getur ekki útskýrt þetta. Samkvæmt honum ætlaði hann ekki að olnboga hann. En hann vildi örugglega hefna sín því að hann fékk sjálfur olnbogaskot nokkrum mínútum áður," sagði Bilic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner