Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. ágúst 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea hefur ekki haft samband við Tuchel
Tuchel hefur óvænt verið orðaður við Chelsea.
Tuchel hefur óvænt verið orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel hefur ekki rætt við Chelsea um að taka við liðinu af Antonio Conte. Þetta herma heimildir ESPN.

Tuchel, sem var rekinn frá Dortmund eftir síðasta tímabil, var óvænt orðaður við Chelsea í enskum og þýskum fjölmiðlum í morgun. Sagt var að Chelsea væri nálægt því að reka Conte.

Samkvæmt þýska blaðinu Bild hefur Marina Granovskaia, sem situr í stjórn Chelsea, mikinn áhuga á því að ráða Tuchel. Að hennar mati hentar Tuchel betur en Conte í starfið hjá Chelsea.

Í kvöld segir ESPN hins vegar að ekkert sé til í þessum fréttum, ekki enn að minnsta kosti. Tuchel hefur ekki rætt við Chelsea.

Tuchel er í augnablikinu án liðs eftir að hafa verið rekinn frá Borussia Dormtund eftir síðasta tímabil. Hann náði að vinna þýska bikarinn með Dortmund en þrátt fyrir það var hann rekinn. Samband hans við stjórnina hjá Dortmund var alls ekki gott.

Það að Conte sé orðaður frá Chelsea er ekkert nýtt. Hann náði að vinna Englandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili, en á meðan á hans fyrsta tímabili stóð var hann ítrekaður orðaður við Inter. Í sumar hafa svo borist fréttir af pirringi hans með leikmannamál félagsins. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að Nemanja Matic hafi verið seldur til keppinautana í Manchester Untied.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort þessi saga muni vinda eitthvað upp á sig, en eins og staðan er núna, þá er Antonio Conte enn við stjórnvölin hjá Englandsmeisturum Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner