Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. ágúst 2017 18:08
Elvar Geir Magnússon
Davinson Sanchez til Tottenham (Staðfest)
Davinson Sanchez í leik með Ajax.
Davinson Sanchez í leik með Ajax.
Mynd: Getty Images
Kólumbíski miðvörðurinn Davinson Sanchez hefur gert sex ára samning við Tottenham en félagið kaupir hann frá Ajax á 38,4 milljónir punda.

Sanchez verður í treyju númer sex en hann er 21 árs.

Sanchez er dýrasti leikmaður í sögu Tottenham en fyrra metið var þegar félagið keypti franska miðjumanninn Moussa Sissoko frá Newcastle á 30 milljónir punda 2016.

Sanchez er annar leikmaðurinn sem Tottenham fær til sín í glugganum en fyrr í dag var gengið frá kaupunum á Paulo Gazzaniga.

Tottenham er með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði á sunnudag fyrir Chelsea á Wembley.



Athugasemdir
banner
banner
banner