Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 23. ágúst 2017 07:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Einn besti markvörður Pepsi deildarinnar hætt með landsliðinu
Gemma Fay í leik með Stjörnunni í sumar
Gemma Fay í leik með Stjörnunni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gemma Fay, markvörður Stjörnunnar í Pepsi deild kvenna, hefur ákveðið að hætta að leika með skoska landsliðinu.

Fay, sem hefur verið fyrirliði landsliðsins. segir að Evrópumótið í Hollandi í sumar hafi verið góður endir á landsliðsferli sínum en hún hefur leikið 203 landsleiki fyrir þjóð sína.

„Mér fannst þetta vera rétti tíminn til að segja skilið við landsliðið og vegferð mín endaði með því að spila á Evrópumótinu í sumar," sagði Fay í samtali við BBC.

„Að bera fyrirliðabandið fyrir þjóð mína í næstum tíu ár hefur verið mér allt."

Hin 35 ára gamla Fay er þriðji leikmaður skoska landsliðsins til að tilkynna það að hún sé hætt með landsliðinu. Áður höfðu Leanne Ross og Ifeoma Dieke sagt að þær myndu ekki spila aftur fyrir landsliðið eftir að Skotland spilaði á sínu fyrsta stórmóti í sumar.

Gemma Fay er þessa stundina stödd með Stjörnunni í Króatíu þar sem liðið spilar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner