Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 23. ágúst 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Griezmann kallaði dómara kjúklingaskít
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann fékk rautt spjald þegar Atletico Madrid mætti nýliðum Girona í spænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Atletico lenti 2-0 undir í leiknum, en þeir náðu að koma til baka og taka stig. Niðurstaðan var 2-2 jafntefli.

Í stöðunni 2-0 missti Atletico þó Griezmann af velli. Hann fékk gult spjald fyrir dýfu, en hann brást reiður við því. Hann lét dómarann heyra það og fékk í kjölfarið annað gult og þar með rautt.

Samkvæmt skýrslu sem dómarinn skilaði eftir leik, þá kallaði Griezmann hann "kjúklingaskít".

Aganefnd spænska knattspyrnusambandsins fór yfir málið og Griezmann mun núna missa af næstu tveimur leikjum Atletico. Hann var líka sektaður um 600 evrur fyrir hegðun sína í leiknum.

Smelltu hér til að sjá myndband af rauða spjaldinu
Athugasemdir
banner
banner