Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. ágúst 2017 14:19
Elvar Geir Magnússon
Gylfi flýgur til Króatíu - Byrjar líklega á morgun
Gylfi á flugvellinum í Liverpool í dag.
Gylfi á flugvellinum í Liverpool í dag.
Mynd: John Lennon Airport
Gylfi Þór Sigurðsson flaug í dag með Everton til Split í Króatíu. Everton er að fara að leika síðari leik sinn gegn Hajduk Split í umspili fyrir Evrópudeildina en hann fer fram annað kvöld.

Everton vann fyrri leikinn 2-0.

Gylfi kom inn sem varamaður á mánudaginn þegar Everton gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en það var fyrsti leikur íslensku stjörnunnar í búningi Everton.

Daily Express spáir því að Gylfi byrji fyrsta leik sinn fyrir Everton á morgun en þar ætti að gefast gott tækifæri að gefa Gylfa aðeins meiri leikæfingu fyrir komandi verkefni.

Wayne Rooney og Gueye munu líklega vera hvíldir. Express telur líklegt að Gylfi leiki í „holunni" og Sandro verði í fremstu víglínu.

Það eru stórir leikir framundan hjá Everton en liðið mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner