Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. ágúst 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Harpa komst ekki með Stjörnunni til Króatíu
Harpa fagnar marki í sumar.
Harpa fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir fór ekki með Stjörnunni til Króatíu til að taka þátt í riðli í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Harpa eignaðist strákinn Ými fyrr á árinu en hún sneri aftur á fótboltavöllinn í vor og fór með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi.

Hins vegar gekk ekki að taka Ými með til Króatíu.

„Við náðum ekki að púsla því saman að fara með Ými með. Það eru allir búnir með sumarfríið sitt og þetta er líka rosalega erfitt ferðalag," sagði Harpa við Fótbolta.net í dag.

Stjarnan burstaði KÍ Klaksvík frá Færeyjum 9-0 í gær en næsti leikur liðsins er gegn ZFK Istanov á föstudag. Á mánudag mætir Stjarnan siðan ZNK Osijek en sigurliðið í riðlinum fer í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Það er opið að ég fari út í einn leik. Það er ekki útilokað ennþá. Ef það verða engin meiðsli úti þá held ég að ég verði bara heima," sagði Harpa.

Harpa æfir með HK/Víkingi á meðan Stjarnan er úti en þjálfari HK/Víkings er eiginmaður hennar Jóhannes Karl Sigursteinsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner