Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. ágúst 2017 06:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Insigne: Barcelona er draumur allra
Lorenzo Insigne dreymir um að spila fyrir Barcelona
Lorenzo Insigne dreymir um að spila fyrir Barcelona
Mynd: Getty Images
Lorenzo Insigne, leikmaður Napoli , segir að það að spila fyrir Barcelona yrði draumur, en segir samt sem áður að hann sé ánægður hjá ítalska liðinu.

Insigne er sagður vera á óskalista Barcelona í kjölfar þess að spænska stórliðið missti Neymar til PSG.

Ítalski landsliðsmaðurinn átti góðan leik í gærkvöldi þegar Napoli tryggði sig inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-0 sigri á Nice. Insigne skoraði seinna mark Napoli í leiknum.

„Ég þakka fyrir hrósið, en ég vil bara gera vel fyrir Napoli eins og staðan er í dag. Barcelona er draumur allra en draumur Napolí verður með mér í bili," sagði Insigne eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner