Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. ágúst 2017 06:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Jack Wilshere gæti fengið lokatækifæri hjá Arsenal
Jack Wilshere gæti fengið lokatilraun til að sanna sig hjá Arsenal
Jack Wilshere gæti fengið lokatilraun til að sanna sig hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Framtíð Jack Wilshere hjá Arsenal hefur verið mikið í umræðunni í sumar. Wilshere á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Lundúnaliðinu og hefur hann verið þrálátlega orðaður við brottför frá uppeldisfélagi sínum.

Fréttir frá Englandi segja þó núna að Wilshere muni jafnvel fá eitt lokatækifæri til að sanna sig hjá Arsenal.

Ferill Wilshere hjá Arsenal hefur einkennst af meiðslum og hefur hann aðeins spilað 105 deildarleiki fyrir Arsenal á ferli sínum sem hófst árið 2008.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á þó erfitt með að sleppa takinu á Wilshere þar sem hann veit hvers konar hæfileika hann hefur upp á að bjóða. Frammistaða hans árið 2011 gegn Barcelona í Meistaradeildinni er ennþá í minnum manna og hafði Wenger alltaf ætlað sér að gera Wilshere að fyrirliða félagsins.

Wilshere og Wenger eiga að hafa spjallað mikið saman upp á síðkastið og svo virðist sem að Wilshere ætli að reyna að sanna sig hjá félaginu í vetur.

6.5 milljóna punda tilboði frá Sampdoria fyrr í sumar hefur áður verið hafnað og þá hefur Arsenal hafnað mörgum fyrirspurnum varðandi lán á Wilshere.

Wilshere var lánaður til Bournemouth á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 27 deildarleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner