Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 23. ágúst 2017 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Núna mega strákarnir skemmta sér
Mynd: Getty Images
„Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er ótrúlegt," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir sigur á Hoffenheim í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Liverpool vann fyrri leikinn í Þýskalandi 2-1 og í kvöld, á Anfield, var niðurstaðan 4-2 sigur Liverpool. Lærisveinar Klopp unnu því einvígið samanlagt með sex mörkum gegn þremur.

„Þetta hafa verið 14 mánuðir af erfiðisvinnu og tilfinningin er ótrúlegt," sagði Klopp eftir að hafa stýrt Liverpool inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Ég verð að hrósa liðinu mínu. Þeir spiluðu fullkominn leik fyrsta hálftímann. Ég sagði við þá í hálfleik (í stöðunni 3-1) að muna eftir tilfinningu að vera 3-0 yfir og klára einvígið."

Það verður dregið í riðlakeppnina á morgun.

„Við erum spenntir fyrir riðlakeppninni. Mér er sama hverjum við drögumst á móti, en það vill enginn koma hingað."

„Ég sagði við strákana að þeir mættu skemmta sér núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner