banner
   mið 23. ágúst 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lineker við þá sem gagnrýna Rooney: Haldið áfram í FIFA
Rooney er hættur í enska landsliðinu.
Rooney er hættur í enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Everton, tilkynnti það í dag að hann væri hættur að gefa kost á sér í enska landsliðið.

Hinn 31 árs gamli Rooney er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 53 mörk í 119 leikjum. Þrátt fyrir það hafa verið uppi efasemdaraddir um framlag hans með landsliðinu.

Sumir eru á því máli að Rooney hafi einfaldlega ekki gert nægilega mikið fyrir enska landsliðið í gegnum tíðina.

Gary Lineker, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, tístaði í dag um Rooney og óskaði honum til hamingju. Í kjölfarið komu margar athugasemdir þar sem Rooney var gagnrýndur, en Lineker tók ekkert sérstaklega vel í það eins og sjá má hér að neðan.

„Svo margir bjánar að tala landsliðsferil Wayne Rooney niður. Þið hafið ekki hugmynd um það hversu góður hann er. Haldið áfram að spila FIFA," skrifaði Lineker á Twitter.

Sjá einnig:
Ferill Rooney með landsliðinu í tölum



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner