Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. ágúst 2017 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool kláraði Hoffenheim
Liverpool spilaði vel í kvöld.
Liverpool spilaði vel í kvöld.
Mynd: Getty Images
FCK er úr leik.
FCK er úr leik.
Mynd: Getty Images
Nú er það ljóst hvaða lið munu leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta árið. Liverpool er eitt þeirra.

Liverpool fékk erfitt verkefni í umspilinu um sæti í riðlakeppninni. Þeir mættu Hoffenheim, en þeir unnu í Þýskalandi 2-1.

Í kvöld spiluðu þeir gríðarlega vel. Þeir komust 3-0 yfir áður en Hoffenheim minnkaði muninn eftir mistök í vörn Liverpool.

Roberto Firmino kom síðan Liverpool í 4-1 áður en Hoffenheim minnkaði muninn aftur, en niðurstaðan í þessum leik var 4-2 sigur Liverpool. Þeir munu því spila í riðlakeppninni.

Ásamt Liverpool komust Qaraba, APOEL, CSKA Mosvka og Sporting frá Lissabon áfram úr leikjunum sem voru í kvöld.

FC Kobenhavn 2 - 1 Qarabag (Samanlagt 2 - 2)
1-0 Federico Santander ('46 )
1-1 Dino Ndlovu ('63 )
2-1 Andrija Pavlovic ('66 )

Slavia Praha 0 - 0 APOEL (Samanlagt 0 - 2)

CSKA 2 - 0 Young Boys (Samanlagt 3 - 0)
1-0 Georgi Schennikov ('45 )
2-0 Alan Dzagoev ('64 )

Liverpool 4 - 2 Hoffenheim (Samanlagt 6 - 3)
1-0 Emre Can ('10 )
2-0 Mohamed Salah ('18 )
3-0 Emre Can ('21 )
3-1 Marc Uth ('28 )
4-1 Roberto Firmino ('63 )
4-2 Sandro Wagner ('79 )

Steaua 1 - 5 Sporting (Samanlagt 1 - 5)
0-1 Seydou Doumbia ('13 )
1-1 Junior Morais ('20 )
1-2 Marcos Acuna ('60 )
1-3 Gelson Martins ('64 )
1-4 Bas Dost ('75 )
1-5 Rodrigo Battaglia ('88 )

Dregið verður í riðlakeppnina á morgun.



Athugasemdir
banner
banner
banner