Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. ágúst 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mike Ashley og Rafa Benítez eru hættir að tala saman
Rafa Benitez, stjóri Newcastle.
Rafa Benitez, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle United hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Í kvöld datt liðið út úr enska deildabikarnum.

Stuðningsmenn Newcastle hafa miklar áhyggjur eftir byrjunina, en þrátt fyrir það hefur Rafa Benitez, stjóri liðsins, fullt traust hjá stuðningsmönnum. Hann er gríðarlega vinsæll hjá þeim.

Þeir yrðu líklega gríðarlega vonsviknir ef hann myndi hverfa á braut, en það verður líklegra með hverjum deginum að það muni gerast.

Samband Benitez og Mike Ashley, eiganda Newcastle, er mjög stirt. Þeir eru víst hættir að tala saman.

„Rafa og Mike þurfa að taka höndum saman og hjálpa félaginu," sagði Shay Given, fyrrum markvörður liðsins, í podcasti.

„Mér hefur verið sagt að þeir tali ekki lengur saman. Lee Charnley, framkvæmdastjóri Newcastle, er núna milliliðurinn í samskiptum þeirra. Það er ekki hentugt," sagði Given enn fremur.

Benitez er ekki sáttur með það sem félagið hefur gert á leikmannamarkaðnum í sumar. Hann vill fleiri leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner