mið 23. ágúst 2017 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Valur vann eftir fjörugar lokamínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 2 Fylkir
1-0 Vesna Elísa Smiljkovic ('5 )
1-1 Brooke Hendrix ('43 )
2-1 Ariana Calderon ('83 )
2-2 Kaitlyn Johnson ('87 )
3-2 Vesna Elísa Smiljkovic ('90 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Valur vann sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld eftir mjög dramatískar lokamínútur. Fylkiskonur eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þær ætluðu ekki að gefa neitt eftir í kvöld.

Heimakonur í Val komust þó yfir í leiknum, en áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist hafði Fylkir jafnað. Vesna Smiljkovic kom Val yfir eftir fimm mínútur og Brooke Hendrix jafnaði fyrir Fylki.

Seinni hálfleikurinn var frekar rólegur alveg fram á 83. mínútu. Þá tók leikurinn heldur betur við sér.

Ariana Calderon kom Val yfir, en nokkrum mínútum síðar jafnaði Fylkir. Þetta var ekki búið þarna því Vesna Smiljkovic skoraði sitt annað mark í leiknum og tryggði Val sigur á 90. mínútu. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Vesnu.

Lokatölur 3-2 fyrir Val eftir þessar skemmtilegu lokamínútur.
Valskonur koma sér upp í þriðja sæti á markatölu með þessum sigri. Fylkiskonur eru hins vegar áfram með fimm stig í níunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner