Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. ágúst 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Pulis getur ekki beðið eftir breytingum á glugganum
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, stjóri WBA, segist ekki geta beðið eftir að opnun félagaskiptagluggans verði breytt. Félög á Englandi eru að skoða að láta gluggann loka áður en tímabilið byrjar en ekki þann 31. ágúst eins og núna.

Pulis er sjálfur að reyna að halda í varnarmanninn Jonny Evans áður en glugginn lokar í næstu viku en Manchester City vill fá hann í sínar raðir.

„Ég get ekki beðið eftir að þessi staða breytist. Þetta veldur óróleika hjá leikmönnunum og félögunum," sagði Pulis.

„Stjórar hafa lengi talað um að láta gluggann loka fyrir tímabilið en fólk gerir ekkert í því."

„Þetta er það sama og með leikbönn fyrir leikaraskap. Það tekur ótrúlega langan tíma að láta þetta gerast."

Athugasemdir
banner
banner