Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 23. ágúst 2017 21:46
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Skiptum í næsta gír
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 7-2 sigur á Haukum í markaleik í Kópavogi í kvöld. Hún var heldur betur á skotskónum í kvöld og skoraði 4 mörk fyrir sitt lið sem hún var sátt með.

"Já, það er alltaf gaman að skora. Ég man ekki alveg eftir síðasta skipti sem ég skoraði 4 mörk, það var einhvern tímann þegar ég var að spila sem framherji. Þetta var mjög skemmtilegt já."

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  2 Haukar

Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Haukastúlkur muninn í 1 mark, fór þá ekkert að fara um Blikana?

"Já og nei. Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekkert sérstaklega vel. Þær náðu að setja á okkur mark en svo stigum við upp og áttum seinni hálfleikinn eftir það. Mér fannst þetta aldrei spurning eftir það."

Síðasti leikur Blika, gegn Fylki, spilaðist svipað þar sem þær áttu góðan fyrri hálfleik og fóru með 2 marka forystu inní hálfleikinn. En svo var lítið að frétta í seinni hálfleiknum. Í kvöld byrjaði seinni hálfleikur svipað en nú var annað uppá prjónunum.

"Við skiptum í næsta gír. Maður reynir að læra af mistökum. Seinni hálfleikur í síðasta leik var ekkert sérstakur þó að við höfum náð að klára leikinn með sigri. En við náðum að stíga upp í dag sem er flott."

"Nei ég stóð útá kantinum með sólina í augun þannig að ég sá ekki hvað gerðist. Ég sá bara að hún lá og heyrði læti uppí stúku en sá ekkert hvað gerðist," sagði Rakel um umdeilt atvik sem kom upp í aðdraganda 6. marks Breiðabliks þar sem virtist sem Selma Sól hafi gefið Sæunni olnbogaskot svo hún lá óvíg eftir en dómari leiksins ákvað að stöðva ekki leikinn.

Nánar er rætt við Rakel í viðtalinu hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner