Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 23. ágúst 2017 21:46
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Skiptum í næsta gír
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 7-2 sigur á Haukum í markaleik í Kópavogi í kvöld. Hún var heldur betur á skotskónum í kvöld og skoraði 4 mörk fyrir sitt lið sem hún var sátt með.

"Já, það er alltaf gaman að skora. Ég man ekki alveg eftir síðasta skipti sem ég skoraði 4 mörk, það var einhvern tímann þegar ég var að spila sem framherji. Þetta var mjög skemmtilegt já."

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  2 Haukar

Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Haukastúlkur muninn í 1 mark, fór þá ekkert að fara um Blikana?

"Já og nei. Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekkert sérstaklega vel. Þær náðu að setja á okkur mark en svo stigum við upp og áttum seinni hálfleikinn eftir það. Mér fannst þetta aldrei spurning eftir það."

Síðasti leikur Blika, gegn Fylki, spilaðist svipað þar sem þær áttu góðan fyrri hálfleik og fóru með 2 marka forystu inní hálfleikinn. En svo var lítið að frétta í seinni hálfleiknum. Í kvöld byrjaði seinni hálfleikur svipað en nú var annað uppá prjónunum.

"Við skiptum í næsta gír. Maður reynir að læra af mistökum. Seinni hálfleikur í síðasta leik var ekkert sérstakur þó að við höfum náð að klára leikinn með sigri. En við náðum að stíga upp í dag sem er flott."

"Nei ég stóð útá kantinum með sólina í augun þannig að ég sá ekki hvað gerðist. Ég sá bara að hún lá og heyrði læti uppí stúku en sá ekkert hvað gerðist," sagði Rakel um umdeilt atvik sem kom upp í aðdraganda 6. marks Breiðabliks þar sem virtist sem Selma Sól hafi gefið Sæunni olnbogaskot svo hún lá óvíg eftir en dómari leiksins ákvað að stöðva ekki leikinn.

Nánar er rætt við Rakel í viðtalinu hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner