Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. ágúst 2017 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Ingi hefur verið besti varnarmaðurinn í Rússlandi
Mynd: Championat
Sverrir Ingi Ingason hefur heillað menn upp úr skónum í Rússlandi.

Hann hefur farið gríðarlega vel af stað hjá Rostov, sem er besta varnarlið rússnesku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu.

Blaðamaðurinn Anton Mikhashenok er hissa á því að Rostov séu eins góðir varnarlega séð og þeir eru í raun þar sem liðið missti marga af sínum bestu leikmönnum fyrir tímabilið.

Í staðinn komu nokkrir ferskir inn, þar á meðal Sverrir.

Hann kom frá Granada, sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni, og hefur heldur betur staðið sig vel í fyrstu leikjunum í Rússlandi.

Áðurnefndur Anton skrifar grein í Championat í Rússlandi þar sem hann lofsamar Sverri. Hann segir að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé búinn að vera besti varnarmaður rússnesku úrvalsdeildarinnar hingað til og hann bendir á vissa tölfræði sem sannar orð sín.

Hann segir að Sverrir hafi fengið að njóta sín hjá Rostov og aðeins sé tímaspursmál hvenær hann tekur fast sæti í íslenska landsliðinu.

Lestu þessa flottu grein um Sverri með því að smella hér



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner