mið 23. ágúst 2017 11:57
Magnús Már Einarsson
Verða Björn og Sverrir samherjar í Rússlandi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússneska félagið Rostov vill fá Björn Bergmann Sigurðarson framherja Molde í sínar raðir en Vísir greinir frá þessu í dag.

Molde hefur nú þegar hafnað tilboði frá Rostov í Björn en viðræður standa ennþá yfir.

Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason leikur með Rostov en hann kom til félagsins frá Granada á Spáni fyrr í sumar.

Félagaskiptaglugginn í Rússlandi lokar um mánaðarmótin líkt og í stærstu deildum Evrópu.

Björn Bergmann hefur verið öflugur á þessu tímabili en hann er næstmarkahæstur í norsku úrvalsdeildinni með ellefu mörk.

Hinn 26 ára gamli Björn kom til Molde frá Wolves í fyrra.

Fyrr á þessu ári skoraði Björn sitt fyrsta landsliðsmark en hann var valinn í íslenska landsliðshópinn á nýjan leik í fyrra eftir langt hlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner