Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. september 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Eyþórs framlengir við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ásgeir Eyþórsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fylki.

Ásgeir sem er 21 árs hefur verið lykilmaður í vörn Fylkismanna í sumar og spilað 19 af 20 deildarleikjum liðsins. Ásgeir á að baki 40 deildarleiki og 3 mörk fyrir Fylki og 1 leik með U-21 árs landsliði Íslands.

Þá var hann valinn í U-21 árs landsliðið fyrir síðasta leik liðsins gegn Albaníu en þurfti frá að hverfa vegna höfuðhöggs sem hann fékk í deildarleik gegn Val.

,,Knattspyrnudeild Fylkis er gríðarlega ánægð með að ná samningum við þennan öfluga leikmann sem verður klárlega einn af máttarstólpum liðsins á komandi árum," segir í fréttatilkynningu frá Fylkismönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner