Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   þri 23. september 2014 18:59
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa: Dýrt að missa Herra Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var nokkuð sáttur með markalaust jafntefli sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í Grafarvoginum í dag.

Bæði lið gátu vel þegið sigur í sitt hvorri baráttunni en skiptu að lokum stigunum á milli sín.

,,Ég er mest sáttur við að við héldum hreinu og gott að taka eitt stig í þessari botnbaráttu. Þetta tekur allt. En ég hefði viljað skora eitt til þrjú mörk í þessum leik, við fengum færi til þess," sagði Ágúst við Fótbolta.net.

,,Við vorum þéttir til baka og vorum að reyna að koma í veg fyrir skyndisóknir hjá Stjörnunni, og það gekk vel. Við fengum færin kannski en náðum ekki að nýta þau og niðurstaðan 0-0. Ætli það sé ekki sanngjarnt."

Gunnar Már Guðmundsson, oft kallaður Herra Fjölnir, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og þótti Ágústi það helst til hart.

,,Ég missti eiginlega af því. Ég sá að það var einhver tækling, hvort það var einn eða tveir fætur. Gunnar Már segir að þetta var einn fótur og gult spjald, en rautt beint finnst mér gróft. Það er mjög dýrt að missa Herra Fjölni (úr næsta leik gegn Fylki)."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner