þri 23. september 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Man Utd að hætta við Ronaldo?
Powerade
Ronaldo hefur verið fastagestur í slúðrinu undanfarnar vikur.
Ronaldo hefur verið fastagestur í slúðrinu undanfarnar vikur.
Mynd: Getty Images
Ron Vlaar.
Ron Vlaar.
Mynd: Vlaar
Það er nóg af alls konar slúðri í enska boltanum í dag.



Manchester City ætlar að gera nýtt tilboð í Ross Barkley miðjumann Everton. (Guardian)

Manchester United ætlar að hætta við að fá Cristiano Ronaldo til að pirra ekki núverandi leikmenn félagsins. (Metro)

Real Madrid hefur áhuga á Ramires miðjumanni Chelsea. (Daily Mirror)

Roma, Manchester United og Liverpool hafa áhuga á Martin Odegaard 15 ára gömlum miðjumanni Strömsgodset. (Daily Express)

Real Madrid ætlar ekki að selja Isco í janúar en Arsenal og Liverpool hafa sýnt honum áhuga. (Daily Star)

Manchester United hefur áhuga á varnarmanninum Ron Vlaar en hann verður samningslaus næsta sumar. Arsenal hefur einnig áhuga. (Daily Express)

Gus Poyet, stjóri Sunderland, segist hafa verið sár þegar Phil Bardsley fór til Stoke í sumar. (Daily Star)

Leikmenn Manchester United voru óánægðir þegar Louis van Gaal tók Angel di Maria út af í 5-3 tapinu gegn Leicester um helgina. (Daily Mail)

Liverpool gæti misst af sjö milljóna punda greiðslu fyrir þátttöku í Meistaradeildinni en UEFA er að kanna hvort félagið hafi brotið fjárhagsreglur. (Times)

Gianfranco Zola, Tim Sherwood, Chris Hughton, Steve Clarke og Kit Symmons koma til greina í stjórastöðuna hjá Fulham. (DAily Mirror)

Cardiff vonast ennþá til að fá Russell Slade stjóra Leyton þrátt fyrir að síðarnefnda félagið vilji ekki sleppa honum. (Western Mail)

Glenn Roeder, fyrrum stjóri Newcastle og West Ham, gæti tekið við sem yfirmaður íþróttamála hjá Cardiff. (Sun)

Tyler Blackett, varnarmaður Manchester United, er á leið í enska landsliðið. (Daily Telegraph)

Joe Kinnear, fyrrum stjóri Newcastle, vonast ennþá eftir að fá nýtt stjórastarf. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner