Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 23. september 2014 16:56
Elvar Geir Magnússon
Óli Brynjólfs: Samstarf mitt við stjórn Gróttu var gott
Ólafur stýrði Gróttu upp í 1. deild en hefur látið af störfum.
Ólafur stýrði Gróttu upp í 1. deild en hefur látið af störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sögusagnir hafa verið í gangi um að slæmt samband Ólafs Brynjólfssonar við stjórn Gróttu hafi verið ástæðan fyrir því að Ólafur lét af störfum sem þjálfari liðsins.

Þrátt fyrir að stýra liðinu upp í 1. deildina lét hann af störfum eins og fram kom í tilkynningu frá Gróttu sem birtist í morgun. Í dag fóru í gang sögur á Twitter um að stjórnarmaður í félaginu hafi hótað því að reka Ólaf ef sonur hans fengi ekki að spila með liðinu.

Fótbolti.net hafði samband við Ólaf í dag og vísar hann því á bug að samband sitt við stjórn félagsins hafi verið slæmt.

„Samstarf mitt við stjórnina var mjög gott og ég hef ekkert út á hana að setja. Grótta er frábært félag," sagði Ólafur.

Í tilkynningunni frá Gróttu í morgun stóð:

„Í gær tilkynnti Ólafur Brynjólfsson stjórn knattspyrnudeildar og leikmönnum Gróttu að hann myndi ekki sækjast eftir endurráðningu sem þjálfari meistaraflokks félagsins. Ástæður eru af persónulegum toga og hyggst Ólafur taka sér frí frá þjálfun."
Athugasemdir
banner