Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. september 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Ravel Morrison til Cardiff (Staðfest)
Morrison hefur það orðspor að vera vandræðagemlingur.
Morrison hefur það orðspor að vera vandræðagemlingur.
Mynd: Getty Images
Ravel Morrison, miðjumaður West Ham, hefur gengið til liðs við Cardiff á þriggja mánaða lánssamningi.

Þar mun hann meðal annars leika með Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða.

Morrison var áður á mála hjá Manchester United en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Sam Allardyce stjóra West Ham.

,,Ánægður með að fara á láni til @CardiffCityFC í þrjá mánuði. Kominn tími á að spila fótbolta aftur," sagði Morrison á Twitter.

,,Fólkið hjá félaginu (West Ham) kann ekki að meta mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner