Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. september 2014 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo aðeins tveimur þrennum frá þrennumetinu
Cristiano Ronaldo. Þrennukóngurinn.
Cristiano Ronaldo. Þrennukóngurinn.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Real Madrid er liðið lagði Deportivo La Coruna með átta mörkum gegn tveimur um helgina.

Þetta var tuttugasta þrenna Ronaldo í spænsku efstu deildinni og er hann aðeins tveimur þrennum frá því að jafna þrennumet Telmo Zarra og Alfredo Di Stefano sem skoruðu 22 þrennur hvor á sínum tíma.

Þetta er ótrúlegt afrek í ljósi þess að Ronaldo er aðeins á sínu sjötta tímabili í spænsku deildinni á meðan Zarra og Di Stefano léku í deildinni mun lengur.

Til samanburðar hefur Lionel Messi skorað 19 þrennur í deildinni og er á sínu ellefta tímabili.
Athugasemdir
banner