Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. september 2014 21:10
Fótbolti.net
Uppgjör umferðarinnar - Loksins fyrsta þrennan
FH vann Fram í miklum markaleik.
FH vann Fram í miklum markaleik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það var hart barist í rokinu í Keflavík.
Það var hart barist í rokinu í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net
Vonin um úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferðinni lifir en 20. umferð lauk í dag. FH er með tveggja stiga forystu á Stjörnuna en Garðabæjarliðið getur í raun þakkað fyrir stigið sem það fékk gegn Fjölni í dag. Hér að neðan má sjá uppgjör umferðarinnar.

Leikur umferðarinnar: KR 3 - 3 ÍBV
Fullt af flottum mörkum, harka, læti og fjör. Það var mikið stuð á KR-vellinum þar sem KR var hársbreidd frá því að stela öllum stigunum eftir að hafa lent 1-3 undir.

Þjálfari umferðarinnar: Guðmundur Benediktsson
Stuðningsmenn Breiðabliks fengu að fagna flottum sigri gegn Víkingi 4-1 eftir offramboð af jafnteflum í sumar.

Mark umferðarinnar: Jonathan Glenn
Mark sumarsins? Jonathan Glenn, leikmaður ÍBV, skoraði gull af marki sem sjá má úr íþróttafréttum Stöðvar 2 með því að smella hérna.

Ekki lið umferðarinnar:
Denis Cardaklija (Fram)

Magnús Matthíasson (Keflavík) - Aron Bjarki Jósepsson (KR) - Ingiberg Ólafur Jónsson (Fram) - Ívar Örn Jónsson (Víkingur)

Henry Monaghan (Víkingur) - Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór) - Frans Elvarsson (Keflavík)

Almarr Ormarsson (KR) - Ventseslav Ivanov (Víkingur) - Bojan Ljubicic (Keflavík)

Silfurfat umferðarinnar: Ingiberg Ólafur
Miðvörður Fram gaf Atla Viðari Björnssyni mark á silfurfati í 4-2 sigri Hafnarfjarðarliðsins. Hann skallaði knöttinn snyrtilega til Atla Viðars sem þakkaði fyrir sig og innsiglaði sigur FH.

Atvik umferðarinnar: Þórir steig á boltann
Stjarnan mátti alls ekki tapa fyrir Fjölni en leikurinn endaði með jafntefli 0-0 þar sem Þórir Guðjónsson, leikmaður Fjölnis, klúðraði sannkölluðu dauðafæri í seinni hálfleik þegar hann steig á boltann þegar hann var kominn einn í gegn. Klúður sumarsins?

Þrenna umferðarinnar: Árni Vilhjálmsson
Fyrsta þrenna sumarsins! Loksins! Og hún var stórglæsileg hjá Árna Vilhjálmssyni sóknarmanni Breiðabliks.

Sófaklessur umferðarinnar: Stuðningsmenn Vals
Það var vont veður á sunnudaginn þegar Valur og Þór áttust við. Stuðningsmenn Vals ákváðu flestir að hafa það notalegt heima og aðeins 145 mættu á völlinn. Lélegt.

Eyðimerkurganga umferðarinnar: Keflavík
Keflavíkurliðið hefur ekki unnið leik síðan 22. júní þegar liðið vann Fylki í fyrri umferðinni. Um síðustu helgi mætti liðið Fylki aftur, nú á heimavelli og tapaði 0-1. Keflavík er aðeins stigi frá fallsæti.

Dómari umferðarinnar: Pétur Guðmundsson
Lögreglumaðurinn dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Valur vann 2-0 sigur gegn Þór. Pétur fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína.

Brot af umræðinnu á Twitter #fotboltinet










Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner