Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. september 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Valur hækkar miðaverðið fyrir leikinn gegn FH
Frá Hlíðarenda.
Frá Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Talsverðrar óánægju gætir með að Valur hefur ákveðið að hækka miðaverð fyrir leikinn gegn FH í Pepsi-deildinni næsta sunnudag.

Búast má við því að FH-ingar fjölmenni á völlinn enda liðið í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.

Aðeins 145 áhorfendur mættu á heimaleik Vals gegn Þór um síðustu helgi en þrátt fyrir það hefur Hlíðarendafélagið ákveðið að hækka verðið um 500 kall á leikdegi og kostar 2.000 krónur á sunnudag í staðinn fyrir 1.500.

Með því að kaupa í forsölu er þó hægt að fá miðann á 1.500 kall.

Fótbolti.net sendi fyrr í dag fyrirspurn til framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Vals vegna málsins en svör hafa ekki borist.



Athugasemdir
banner
banner
banner