Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   lau 23. september 2017 17:30
Orri Rafn Sigurðarson
Addó: Þetta var minn síðasti leikur
Addó er hættur með Ír.
Addó er hættur með Ír.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og ÍR áttust við í lokaumferð Inkasso deildarinnar á Floridana vellinum í Árbæ í dag. Fylkir átti en möguleika á því að enda í efsta sæti deildarinnar ef að Keflavík myndi tapa eða gera jafntefli við HK.
Fylkir gerðu það sem þurfti og unnu sterkan sigur 2-1 á meðan Keflavík tapaði fyrir HK í Kórnum 2-1 og því ljóst að Fylkir eru Inkasso meistarar þetta árið.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍR

„Þetta eru blendnar tilfiningar það er erfitt að segja en þetta svona súmmar svona upp sumarið hjá okkur hvernig þessi leikur endaði ekki það að Fylkir átti þetta alveg eins skilið og við og fyrir fólk sem að horfði á leikinn var þetta sanngjarn sigur," agði Addó eftir súrt tap þar sem sigurmarkið kom á 89 mínútu leiksins

Það hafa verið miklar vangaveltur með stjórastarfið hjá ÍR og margir spurt sig hvort Addó verði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. Addó er nú hættur eftir fimm ára starf.

„Það er búið að taka ákvörðun um það að þetta var minn síðasti leikur hjá ÍR við ætlum að breytast aðeins til ég er búin að vera þarna í 5 ár og er bara virkilega stoltur af því sem ég hef náð að gera þarna og ég geng stoltur frá borði."

Í sumar skall upp sú umræða að sameina ÍR og Leiknir í eitt félag, Addó er mikill ÍR-ingur en hafði lítið að segja um þetta mál.

„Ég verð því miður að segja pass á þetta, ég hef ekkert hugsað út í þetta og ekkert pælt í þessu."

Það verður fróðlegt að sjá hvað Addó gerir á næsta tímabili mun hann halda áfram þjálfun?
„Ég hef ekki hugmynd , þessi leikur var að klárast ég tilkynnti strákunum þetta inn í klefa núna þannig ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér en þetta er ógeðslega gaman að þjálfa."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner