Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. september 2017 16:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði bjargaði stigi fyrir Reading
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leeds er á toppnum.
Leeds er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson bjargaði stigi fyrir Reading í ensku Championship-deildinni í dag.

Reading fékk heimsókn frá Hull en Frazier Campbell kom Hull yfir eftir 28. mínútna leik.

Hull hélt forystunni alveg fram á 87. mínútu. Þá jafnaði Jón Daði leikinn en hann hafði komið inn á sem varamaður nokkrum mínútum áður. Þetta var annað deildarmark Jóns fyrir Reading.

Á toppnum í Championship-deildinni er Leeds, en það ætti að gleðja nokkra Íslendinga.

Það sem ætti líka að gleðja Íslendinga er að Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff eru með jafnmörg stig og Leeds, 20 stig, og eru í öðru sæti. Wolves er líka með 20 stig.

Aron Einar spilaði nánast allan leikinn í dag þegar Cardiff hafði betur gegn Sunderland á útivelli, 2-1.

Að lokum ber að nefna það að Hörður Björgvin Magnússon var ónotaður varamaður þegar Bristol City gerði markalaust jafntefli gegn Norwich. Hörður hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

Bolton 0 - 3 Brentford
0-1 Yoann Barbet ('38 )
0-2 Nicholas Yennaris ('67 )
0-3 Ollie Watkins ('84 )

Derby County 1 - 1 Birmingham
0-1 Lucas Jutkiewicz ('64 )
1-1 Sam Winnall ('67 )

Fulham 1 - 1 Middlesbrough
1-0 Aboubakar Kamara ('86 )
1-1 Cyrus Christie ('88 )

Leeds 3 - 2 Ipswich Town
1-0 Pierre-Michel Lasogga ('12 )
1-1 David McGoldrick ('30 )
2-1 Kalvin Phillips ('32 )
3-1 Sjálfsmark ('67 )
3-2 Joe Garner ('71 )

Norwich 0 - 0 Bristol City

Preston NE 0 - 0 Millwall

QPR 0 - 0 Burton Albion

Reading 1 - 1 Hull City
0-1 Fraizer Campbell ('28 )
1-1 Jón Daði Böðvarsson ('87)

Sunderland 1 - 2 Cardiff City
0-1 Craig Bryson ('7 )
1-1 Lynden Gooch ('53 , víti)
1-2 Joe Ralls ('73 , víti)

Wolves 2 - 1 Barnsley
1-0 Bright Enobakhare ('80 )
1-1 Adam Jackson ('90 )
2-1 Alfred N'Diaye ('92)

Leikur Aston Villa og Nott. Forest hefst 16:30.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
2 Leicester 42 28 4 10 79 38 +41 88
3 Leeds 43 26 9 8 76 34 +42 87
4 Southampton 42 25 9 8 84 54 +30 84
5 West Brom 43 20 12 11 66 42 +24 72
6 Norwich 43 21 8 14 76 60 +16 71
7 Hull City 42 18 11 13 62 54 +8 65
8 Coventry 42 17 12 13 66 52 +14 63
9 Middlesbrough 43 18 9 16 61 56 +5 63
10 Preston NE 43 18 9 16 56 60 -4 63
11 Cardiff City 43 18 5 20 48 60 -12 59
12 Bristol City 43 16 10 17 50 46 +4 58
13 Sunderland 43 16 8 19 52 50 +2 56
14 Swansea 43 14 11 18 53 62 -9 53
15 Watford 43 12 16 15 59 58 +1 52
16 Millwall 43 13 11 19 42 55 -13 50
17 Blackburn 43 13 10 20 57 71 -14 49
18 Plymouth 43 12 12 19 58 66 -8 48
19 QPR 43 12 11 20 40 57 -17 47
20 Stoke City 43 12 11 20 41 60 -19 47
21 Birmingham 43 12 9 22 48 64 -16 45
22 Huddersfield 43 9 17 17 47 70 -23 44
23 Sheff Wed 43 12 8 23 36 67 -31 44
24 Rotherham 43 4 11 28 32 85 -53 23
Athugasemdir
banner
banner
banner