Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Nik ósáttur við KSÍ: Sýndu óskipulagsleysi
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
   lau 23. september 2017 17:51
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Erna: Gaman að vera partur af liðinu sem sló stigametið
Erna og hennar liðsfélagar höfðu betur gegn Elínu Mettu og hennar liði frá Hlíðarenda í dag
Erna og hennar liðsfélagar höfðu betur gegn Elínu Mettu og hennar liði frá Hlíðarenda í dag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
“Já, gríðarlega ánægð. Erum nú búnar að keppa á móti þeim tvisvar í sumar og búið að enda á sama veg, 4-0. Þannig að við bara ákváðum að þetta væri seinasti leikurinn til að gefa allt í þetta á móti þeim. Og það heppnaðist rosalega vel,” sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði FH, aðspurð að því hvort að hún væri ánægð með frammistöðu liðsins í 2-0 sigri á liði Vals í dag.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Valur

Spilaðist þetta eins og þið lögðuð upp með að spila leikinn?

“Já, það mætti segja það. Við vissum að þær spila, hvað, 3-4-3 þannig að við ákvaðum bara að gera það sama. Vera bara maður á móti manni og hver klárar sinn mann og það heppnaðist vel,” sagði Erna.

En voru FH stelpur ekkert hræddar við að mæta sterku sóknarliði Vals sem hefur skorað 18 mörk í síðustu 5 leikjum?

“Jújú, eða við vissum alveg hvað við vorum að fara í. En hver og ein var tilbúin í leikinn og allar mjög spenntar að keppa. Það er langt síðan, rúmlega 2 vikur.”

Með jafntefli gegn Grindavík í síðasta leik fóru FH stelpur í 20 stig og náður þar með að bæta sitt eigið stigamet í efstu deild. Þær bættu metið enn frekar með sigrinum í dag og það hlýtur að vera gleðiefni.

“Jú, það er mjög gaman að vera partur af liðinu sem gerði það.”

“Við höfum engu að tapa þannig að við förum bara 100% í þennan leik og gefum allt. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur og mikill hasar og vonandi tökum við 3 stigin,” sagði Erna að lokum um leik liðsins gegn Þór/KA í síðustu umferð deildarinnar.

Viðtalið við Ernu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner