Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var létt eftir 2-1 sigur á Haukum í Inkasso-deildinni í dag. Sigurmark Selfyssinga kom á lokamínútu venjulegs leiktíma. Markið er umdeilt en Stefán Gíslason þjálfari Hauka segir að þetta hafi verið glórulaust.
En hvað fannst Gunnari?
En hvað fannst Gunnari?
Lestu um leikinn: Selfoss 2 - 1 Haukar
„Nei, og örugglega ekki allavega eitt af þessum tvem sem voru dæmd af okkur í dag."
„Við fáum mjög mikið af góðum færum en það var aðeins bras á okkur í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum of langt frá mönnum og vorum ekki alveg að fara eftir leikskipulaginu. Við töluðum saman í hálfleik og mönnum langaði mjög mikið að vinna í dag. Það voru allir að leggja sig fram, bekkur, staff og allir sem mættu hingað á svæðið. Leikurinn var bara flottur."
Selfyssingar töpuðu illa í síðasta leik en Gunnar var ánægður að sjá hvernig menn komu til baka.
„Já, við höfum rætt það áður að það er mikill karakter í liðinu og þegar það er svona lítið í húfi og annað heldur og hjartað fyrir klúbbnum sínum að menn sýni það í verki. Það er ómetanlegt."
En hvernig fannst Gunnari sumarið ganga?
„Við erum aðeins undir pari stigalega. Markmiðin voru mörg, bæði lítil og stór. Eitt af markmiðunum var að vera fyrir ofan eða í kringum miðju, að ná að safna 33 stigum. Við erum að vinna fleiri leiki heldur en í fyrra og við erum ekki að gera jafnmörg jafntefli. Tímabilið heilt yfir er búið að vera stöngin út."
Gunnar gerir ráð fyrir því að halda áfram með liðið næsta tímabil.
„Já, ég reikna fastlega með því."
Athugasemdir