Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   lau 23. september 2017 16:42
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Tímabilið búið að vera stöngin út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var létt eftir 2-1 sigur á Haukum í Inkasso-deildinni í dag. Sigurmark Selfyssinga kom á lokamínútu venjulegs leiktíma. Markið er umdeilt en Stefán Gíslason þjálfari Hauka segir að þetta hafi verið glórulaust.

En hvað fannst Gunnari?

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Haukar

„Nei, og örugglega ekki allavega eitt af þessum tvem sem voru dæmd af okkur í dag."

„Við fáum mjög mikið af góðum færum en það var aðeins bras á okkur í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum of langt frá mönnum og vorum ekki alveg að fara eftir leikskipulaginu. Við töluðum saman í hálfleik og mönnum langaði mjög mikið að vinna í dag. Það voru allir að leggja sig fram, bekkur, staff og allir sem mættu hingað á svæðið. Leikurinn var bara flottur."

Selfyssingar töpuðu illa í síðasta leik en Gunnar var ánægður að sjá hvernig menn komu til baka.

„Já, við höfum rætt það áður að það er mikill karakter í liðinu og þegar það er svona lítið í húfi og annað heldur og hjartað fyrir klúbbnum sínum að menn sýni það í verki. Það er ómetanlegt."

En hvernig fannst Gunnari sumarið ganga?

„Við erum aðeins undir pari stigalega. Markmiðin voru mörg, bæði lítil og stór. Eitt af markmiðunum var að vera fyrir ofan eða í kringum miðju, að ná að safna 33 stigum. Við erum að vinna fleiri leiki heldur en í fyrra og við erum ekki að gera jafnmörg jafntefli. Tímabilið heilt yfir er búið að vera stöngin út."

Gunnar gerir ráð fyrir því að halda áfram með liðið næsta tímabil.

„Já, ég reikna fastlega með því."
Athugasemdir
banner
banner