lau 23. september 2017 07:45
Fótbolti.net
Íslandsmeistarar í útvarpsþættinum í dag
Gaui Lýðs mætir í heimsókn.
Gaui Lýðs mætir í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin á hug og hjörtu Elvars Geirs Magnússonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er á sínum stað á laugardögum milli 12 og 14.

Þeir munu skoða helstu fréttir og slúður úr íslenska boltanum og rýna í 21. umferðina sem verður á sunnudag.

Þá verður Íslandsmeistarapartí í þættinum. Guðjón Pétur Lýðsson og Haukur Páll Sigurðsson, leikmenn Vals, mæta í hljóðver en þeir hafa verið meðal bestu leikmanna deildarinnar í sumar.

Þá verður Börkur Edvardsson formaður Vals á línunni.

En það er ekki eintóm gleði á dagskránni. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður meðal viðmælanda. Skagamenn féllu formlega á fimmtudaginn.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner