Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   lau 23. september 2017 18:05
Fótbolti.net
Jón Þór: Skelfileg tilfinning að upplifa þetta í faðmi fjölskyldunnar
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni á fimmtudaginn án þess að spila. Þar sem Fjölnir vann FH varð ljóst að ÍA leikur í Inkasso-deildinni á næsta ári.

Jón Þór Hauksson tók við þjálfun ÍA í síðasta mánuði og vonast til þess að fá traustið til að halda áfram með liðið eftir tímabilið.

„Tilfinningin var skelfileg," sagði Jón Þór í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin hafi verið að falla í sófanum ef svo má að orði komast.

„Maður var ekki sérstaklega undir þetta búinn. Ég taldi að FH myndi klára þennan leik. Það var vægast sagt skelfileg tilfinning að upplifa þetta heima hjá sér. Maður vill miklu frekar upplifa þetta eftir tapleik og geta öskrað á liðsfélagana eða kennt dómaranum um. Maður vill ekki taka útrásina í faðmi fjölskyldunnar, með börnum og eiginkonu. Það var ekkert spes."

Jón Þór segir að erfiðasta stundin fyrir sig persónulega í sumar hafi verið þegar hann tók við eftir að Gunnlaugur Jónsson hvarf á braut.

Skagamenn hafa marga hæfileikaríka leikmenn í sínum röðum og eru að mestu með uppalda stráka. Jón Þór býst við að liðið haldi langflestum leikmönnum sínum og segir að góður efniviður sé til staðar til að fara beint aftur upp.

„Það þarf að byggja ofan á það sem hefur verið vel gert. Þetta er í þriðja sinn á níu árum sem við föllum en ég er á því að af þessum þremur skiptum höfum við aldrei verið á betri stað með hópinn. Það má byggja á því. Það er blanda af ungum leikmönnum og reynslumeiri mönnum."

„Ef að til mín verður leitað er ég algjörlega tilbúinn í það að halda áfram. Það hafa engar formlegar viðræður farið í gang. Ég tel að verið sé að leyfa mönnum að klára sitt tímabil en geri ráð fyrir því að verið sé að vinna í þessu bak við tjöldin."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en þar talar Jón Þór meðal annars um áföllin sem ÍA varð fyrir í vetur og hvernig menn eru gíraðir í að klára mótið með sæmd.
Athugasemdir
banner
banner
banner