banner
   lau 23. september 2017 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Rooney blóðugur eftir ljótt olnbogaskot
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney varð fyrir ljótum meiðslum í leik Everton og Bournemouth núna áðan.

Rooney fékk ljótt olnbogaskot frá Simon Francis, varnarmanni Bournemouth, í fyrri hálfleiknum.

Þetta leit mjög illa út og lá Rooney blóðugur eftir.

Martin Atkinson, dómari leiksins, dæmdi, ekkert en Rooney var allt annað en sáttur með það og lét Atkinson heyra það.

Rooney reyndi hvað hann gat til að halda áfram, en hann fór af velli þegar 10 mínútur voru búnar í seinni hálfleiknum. Inn á fyrir Rooney kom Baye Oumar Niasse, en hann skoraði bæði mörk Everton sem vann leikinn 2-1 eftir að hafa lent 1-0 undir.

„Við vissum að það yrði erfitt fyrir hann að spila í seinni hálfleiknum. Ég varð að skipta honum út af. Vonandi verður hann klár í næsta leik," sagði Ronald Koeman, stjóri Everton, eftir leik.

Hér að neðan eru myndir af Rooney í leiknum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner