Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. september 2017 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Þór/KA náði ekki að landa titlinum
Úr leiknum í Grindavík.
Úr leiknum í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Þór/KA þarf aðeins að bíða lengur með að landa Íslandsmeistaratitlinum.

Þær þurftu sigur gegn Grindavík í dag til þess að gera það, en þær töpuðu leiknum 3-2. Þetta var annað tap norðanstúlkna á tímabilinu, þar að segja í deildinni.

Óvænt úrslit í Grindavík, en það nýtti Breiðablik sér. Blikar heimsóttu nágranna sína í Stjörnunni og unnu 2-0.

Blika hafa verið á miklu róli og eru tveimur stigum á eftir Þór/KA fyrir lokaumferðina. Fáum við rosalega dramatík?

Að lokum vann síðan FH óvæntan sigur á Valskonum.

Hér að neðan eru úrslitin úr leikjunum sem voru að klárast.

Grindavík 3 - 2 Þór/KA
1-0 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('4 )
1-1 Sandra María Jessen ('5 )
2-1 Carolina Mendes ('47 )
2-2 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('64 )
3-2 María Sól Jakobsdóttir ('81 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 0 - 2 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('29 )
0-2 Lorina White ('76 , sjálfsmark)
Lestu nánar um leikinn

FH 2 - 0 Valur
1-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('30 )
2-0 Alda Ólafsdóttir ('61 )
Lestu nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner